Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeiðin í vetur

Nú er komin nokkuð góð mynd af því sem í boði verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða þetta skólaárið. Námsvísirinn sem miðstöðin gefur út á hverju hausti ætti að fara í dreifingu í næstu viku en fyrir þá sem eru forvitnir þá eru námskeiðin öll komin hér á vefinn undir Námskeið. Þar kennir ýmissa grasa og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem fólk hefur áhuga á lengri námsleiðum, tómstundanámskeiðum, tungumálum, tölvum eða vilja eflast í starfi. Búið er að dagsetja sum námskeiðin en önnur verða dagsett síðar og verður það auglýst í blöðungum sem miðstöðin sendir reglulega í hús yfir veturinn. Fræðslumiðstöðin hvetur fólk til þess að kynna sér úrvalið og minnir á mikilvægi þess að skrá sig hafi fólk áhuga á að sækja tiltekin námskeið. 

Deila