Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námskeiðshelgi

Helgin sem nú er að líða hefur verið annasöm hjá Fræðslumiðstöðinni.
Á laugardag kenndi Anna Guðrún Gylfadóttir á AutoCad teikniforritið og Guðbjörg Inga Sigurbjörnsdóttir að búa til sykurmassa. Jens Guðmundsson, eða Jens Guð, kenndi svo skrautskrift á laugardag og sunnudag.

AutoCad námskeiðið er 24 kennslustundir.
Sykurmassinn er 6 kennslustunda námskeið. Fullbókað var á námskeiðið og einnig á næsta námskeið. Nú er tekið á móti skráningu á þriðja sykurmassa námskeiðið.

imageNú er orðið alllangt síðan Jens Guð var hér síðast, en hann hefur kennt mörg skrautskriftarnámskeiðin á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu. Þá hefur hann kennt skrautskriftina í Færeyjum og víðar um lönd.

Af næstu námskeiðum má nefna tölvunámskeið á Flateyri, námskeið um samskiptafærni, bakskólann, arf kynslóðanna og fyrirlestur um menningararfinn með Jóni Jónssyni fimmtudaginn 17. mars.
Deila