Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Námsvísir vetrarins í næstu viku

image
Námsvísir vetrarins 2007 - 2008 kemur út í næstu viku. Í boði eru fjöldi námskeiða bæði ný námskeið og námskeið sem Fræðslumiðstöðin býður ávalt upp á.
Af því sem má nefna af nýjum námskeiðum er Grunnmenntaskólinn, sem er námskeið fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu. Einnig verður kennd pólska fyrir íslendinga, en margir þurfa á því að halda vegna starfa sinna. Þann 18. september verður skemmtilegt námskeið þar sem farið verður út í náttúruna og tíndir sveppir, sem síðan verða flokkaðir og teknir út þeir sem eru ætir.
Eldri námskeið í boði eru t.d. tölvunámskeið, skrautskrift, tungumálanámskeið ofl.
Úrvalið er fjölbreytt og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Nú er bara að byrja að skrá sig!
Deila