Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Náttúran - Villtar nytjajurtir á Vestfjörðum

Nú í vetur hafa Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Náttúrstofa Vestfjarða og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum staðið saman að röð fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir eru haldnir þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17:00-18:00.

Að þessu sinni mun Hafdís Sturlaugsdóttir, landnýtingarfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarð fjalla vítt og breytt um villtar nytjajurtir á Vestfjörðum. Farið verður yfir hvað einkennir Vestfirði gróðurfarslega. Rannsóknir sem hafa verið gerðar og eru í gangi varðandi nýtingu villtra nytjajurta á Vestfjörðum verða kynntar. Einnig verður reynt að svara spurningunni um hverjir nýta villtan gróður og í hvaða tilgangi. Nokkur lykilatrið við tínslu og varðveislu plantna verða kynnt og fjallað ítarlega um nokkrar algengar plöntutegundir og nýtingu þeirra.

Hafdís mun flytja fyrirlesturinn í gegnum fjarfundabúnað frá Hólmavík.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir, verð eru 1.000 kr.
Deila