Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Níu ljúka fjölvirkjanámi

Í vor hafa 9 manns verið í svokölluðu fjölvirkjanámi hjá Fræðslumiðstöðinni. Fjölvirkjar er ein af námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Um er að ræða 170 kennslustunda nám þar sem farið er í ýmsa þætti sem gagnast í atvinnulífinu, svo sem hagnýta stræðfræði, hagnýta ensku, þjónustu, gæðamál, markaðssetingu og fleira. Sérstök áhersla var á svæðisþekkingu og ferðaþjónustu og gafst meðal annars tækifæri til þess að fara á víkingaslóðir á Þingeyri, skoða sig um á Hesteyri og heimsækja Vigur.

Náminu lauk 10. júní á því að þátttakendur fluttu lokaverkefni sín þar sem þeir fjölluðu um nokkur ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði.
Þátttakendur í fjölvirkjanáminu
Deila