Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ný námsbraut hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Í gær, mánudaginn 24. september, hófst ný námsbraut hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem nefnist ?Heilsu- og tómstundarbraut? og er ætluð ungu fólki með fötlun eða skerta náms- og starfsgetu.

Námsbraut þessi er tilraunaverkefni unnið í samvinnu við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölmennt en fræðslusjóður Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins styrkir námið.

Heilsu og tómstundarbraut er 198 kennslustunda nám sem skipt er á tvær annir haustönn 2012 og vorönn 2013. Þeir þættir sem teknir eru fyrir í náminu eru líkamsrækt, matreiðsla, sjálfsstyrking, listir, tölvur og verkefnavinna.

Kennarar verða meðal annars Laufey Dögg Garðarsdóttir og Halldóra Björnsdóttir en umsjónarmaður er Sólveig Bessa Magnúsdóttir.

Nemendur og gestir þeirra í fyrsta tíma heilsu- og tómstundabrautar.
Deila