Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýir starfsmenn hjá Fræðslumiðstöðinni

Í dag, 2. júní 2008, hófu þrír nýir starfsmenn föst störf hjá Fræðslumiðstöðinni.
Á Ísafirði kom til starfa Dagný Sveinbjörnsdóttir í hálft starf. Hefur hún sinnt Markviss ráðgjöf fyrir Fræðslumiðstöðina og mun einnig sjá um skipulagningu á námskeiðum ofl..
Kristín S. Einarsdóttir á Hólmavík sem hefur verið tengiliður Fræðslumiðstöðvarinnar þar, er nú komin í hálft starf og mun áfram sinna Strandamönnum eins og verið hefur og skipuleggja þar námskeið.
Þá byrjar María Ragnarsdóttir í 100% starfi í dag á Patreksfirði, en hún hefur verið í hlutastarfi frá áramótum, þar af verður hún í 20% starfi fyrir Vinnumálastofnun.
Fræðslumiðstöðin býður þessar ágætu konur velkomnar til starfa og að með þessari fjölgun á starfsfólki geti Fræðslumiðstöðin sinnt sí- og endurmenntun á Vestfjörðum af enn meiri kostgæfni.

Deila