Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýr (gamall) starfsmaður á Hólmavík

Það er ánægjulegt að segja frá því að í byrjun október bættist í starfsmannahóp Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða þegar Ingibjörg Benediktsdóttir hóf störf sem verkefnastjóri við miðstöðina á Hólmavík. Ingibjörg er ekki alveg ókunnug Fræðslumiðstöðinni en hún er að koma aftur til okkar eftir ár á öðrum vettvangi. Ingibjörg mun hafa umsjón með starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar á Ströndum og í Reykhólahreppi auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum.

Fræðslumiðstöðin og Verkalýðsfélag Vestfirðinga hafa gert með sér samkomulag um að Ingibjörg sinni ákveðnum verkefnum fyrir VerkVest. Fræðslumiðstöðin bindur miklar vonir við þetta samstarf og væntir þess að það skili sér í aukinni þjónustu við þá sem búa á svæðinu.

Deila