Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýr starfsmaður - Valgeir Ægir Ingólfsson

24. ágúst 2012
imageValgeir Ægir Ingólfsson hefur verið ráðinn til Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Valgeir hóf störf hjá miðstöðinni mánudaginn 20. ágúst og verður á starfstöðinni á Patreksfirði.
Verður þar með fyllt í skarð, sem María Ragnarsdóttir skildi eftir sig þegar hún lét af störfum síðast liðin vetur. Er vonandi að Valgeiri og okkur hinu starfsfólki Fræðslumiðstöðvarinnar takist að blása lífi í fræðslumálin á svæðinu og fylgja þannig eftir því góða starfi sem María hafði innt af hendi.

Valgeir verður í 60% starfi hjá Fræðslumiðstöðinni og verður fastur vinnutími kl. 9 ? 17 á þriðjudögum til fimmtudaga.

Starfs Valgeirs mun einkum verða að sjá um námskeiðahald í Vesturbyggð og Tálknafirði. Að auki mun hann sinna ýmsum öðrum málum, sem geta náð til allra Vestfjarða. Er það í samræmi við þá áherslu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að starfsfólkið myndi eitt teymi sem sinni öllum þeim sem á Vestfjöðrum búa.

Valgeir er ferðamálafræðingur frá Hólum og með sveinspróf í prentun. Hann er auk þess langt komin með MA nám í mennta- og menningarstjórnun. Þar að auki hefur hann margvísleg önnur próf og réttindi og víðtæka starfsreynslu.
Valgeir býr á Patreksfirði og vann áður hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Deila