Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýtt skólaár að hefjast

Fræðslumiðstöðin hefur opnað aftur eftir sumarleyfi. Eins og venjulega verður ágústmánuður notaður til þess að leggja loka hönd á skipulagningu vetrarstarfsins og ganga frá Námsvísi sem inniheldur upplýsingar um námsframboðið framundan og verður dreift um alla Vestfirði. Enn er hægt að koma á framfæri hugmyndum um námskeið sem gaman væri að bjóða upp á í vetur.

Fyrsta námskeiðið á skólaárinu sem nú er að hefjast verður haldið fimmtudaginn 18. ágúst en þar verður fjallað um fjölbreyttar matsaðferðir í fullorðinsfræðslu. Námskeiði er ætlað öllum þeim sem koma að kennslu fullorðinna. Það er haldið í boði Fræðslumiðstöðvarinnar og þátttakendum að kostnaðarlausu. Sjá nánar hér að neðan undir ?tengt efni?.
Deila