Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Píanótónlist í aldanna rás

13. september 2012

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða taka nú upp þráðinn þar sem frá var horfið síðast liðið vor og hefja nýja lotu í námskeiðaröðinni Tónlist frá ýmsum hliðum.

Í haust verða haldin þrjú námskeið í þessari röð og verður það fyrsta miðvikudaginn 19. september. Þá mun Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari fara yfir sögu píanótónlistar frá upphafi.

Í október mun Rúnar Vilbergsson fjalla um sinfóníuhljómsveitir og í nóvember fjallar Hjörleifur Valsson Fiðluna og önnur strengjahljóðfæri.

Vegna þess hve námskeið þessi heppnuðust vel í fyrra vildu Listaskólinn og Fræðslumiðstöðin halda þeim áfram, en jafnframt reyna að hafa þau eins ódýr og unnt væri. Þess vegna var leitað eftir styrk frá Menningarráði Vestfjarða, sem tók vel í umsóknina og styrkir verkefnið.

Námskeiðin í þessari röð eru óháð hvert öðru og koma að tónlistinni frá ýmsum hliðum. Lagt er upp úr notalegu umhverfi þar sem fólk fræðist og nýtur tónlistar yfir kaffi og meðlæti.

Staður: Listaskóli Rögnvaldar, Edinborgarhúsinu, Ísafirði.
Tími: Mið. kl. 20:00 - 22:00.
Verð: 1.500 kr., 1.000 kr. fyrir námsmenn og ellilífeyrisþega.

Ekki þarf að skrá sig fyrirfram.
image
Deila