Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Pólska og enska II að hefjast

Tvö tungumálanámskeið fara af stað hjá Fræðslumiðstöðinni í þessari viku.

Þriðjudaginn 20. janúar hefst Pólska fyrir byrjendur. Námskeiðið er upplagt fyrir þá fjölmörgu sem eiga samskipti við Pólverja og vilja fá kynnas þeirra tungumáli, siðum og menningu.

Fimmtudaginn 22. janúar hefst Enska II. Það námskeið er ætlað fólki með einhvern grunn í ensku en hefur áhuga á að auka við orðaforða sinn og ná meiri færni í að nota málið. Megin áherslan verður á talmál.

Enn er hægt að skrá sig á bæði þessi námskeið.
Deila