Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Pólskunámskeiði lauk með pólskri kökuveislu

Fræðslumiðstöðin hefur um langt skeið kennt Pólverjum (og öðrum útlendingum) íslensku en nú í vetur hefur þessu í fyrsta skipti verið snúið við og hópur Íslendinga lagt stund á pólsku. Kennari á námskeiðinu var Zofia Marciniak.

Pólskunámskeiðinu lauk nú um mánaðamótin mars/apríl og var ekki annað að heyra en þátttakendur væru mjög sáttir. Í síðasta tímanum gæddu þau sér á pólskum kökum og ræddu meðal annars um mataruppskriftir. Eins og gengur á tungumálanámskeiðum þá fengu þátttakendur ekki aðeins innsýn í málið heldur fræddust líka um menningu og sögu landsins.

Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að hægt verði að halda pólskukennslu áfram í haust bæði fyrir byrjendur og þá sem eitthvað hafa lært áður.

image

Pólskunámskeiðið endaði með pólskri kökuveislu og er ekki annað að sjá en bæði nemendur og kennari hafi verið glaðir.
Deila