Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raki og mygla í húsum - námskeið 3. maí

3. apríl 2013


Síðustu mánuði hefur mikið verið rætt um myglusveppi í húsum og hvaða afleiðingar slíkt getur haft. Nú gefst iðnaðarmönnum og öðrum sem málið varðar tækifæri á aukinni þekkingu á þessu sviði því fimmtudaginn 11. apríl stendur IÐAN í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir námskeiði um raka og myglu í húsum.

Á námskeiði verður fjallað um raka í húsnæði og myglusveppi sem iðulega fylgja viðvarandi raka í byggingarefnum. Markmið þess er að kenna þátttakendum að þekkja myglu og kynna þeim ráðstafanir gegn henni. Farið verður yfir helstu galla á byggingafræðilegum lausnum og helstu mistök við byggingu húsa sem orsaka leka- og rakavandamál í húsum og hvernig megi koma í veg fyrir þau. Farið verður lauslega í loftun og útreikninga á rakastreymi gegnum byggingahluta, fjallað um byggingaraka og greiningu rakaskemmda. Fjallað verður um lífsskilyrði myglusveppa, hvar þeir þrífast, hvernig má finna þá og uppræta.

Kennarar á námskeiðinu eru Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, BSc í líffræði og meistaranemi í lýðheilsuvísindum og Kristinn Alexandersson, byggingatæknifræðingu VSÓ.

Fullt verð er 20.000 kr. en aðilar IÐUNNAR greiða 4.000 kr.

Námsmat: 100% mæting.

Námskeiðið er haldið af IÐUNNI í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Að IÐUNNI standa Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Félag bókagerðarmanna, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða.

image
Deila