Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimat í starfsnámi

Sigurborg Þorkelsdóttir verkefnastjóri.
Sigurborg Þorkelsdóttir verkefnastjóri.

Raunfærnimat fyrir starfsnám félagsliða, leikskólaliða og stuðningsfulltrúa í grunnskólum er nú gangi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Með raunfærnimatinu fá þeir sem undir það ganga þekkingu sína og hæfni metna á móti áföngnum í námi, sem jafngildir því að þeir hafi verið teknir í skóla. Þannig flýtir fólk fyrir sér í námi og losnar við að taka áfanga sem það þegar hefur á valdi sínu.

Um 20 manns gangast undir raunfærnimat í þessu sinni.

Hluti þeirra sem undir matið ganga eru byrjaðir í námi fyrir leikskólaliða og stuðningsfulltrúa, sem Fræðslumiðstöðin rekur, ásamt símenntunarmiðstöðvunum SÍMEY á Akureyri og Farskólanum á Norðurlandi vestra.

Þeir sem fara í félagsliðanám munu væntanlega taka það hjá þessum sömu aðilum eða hjá Menntaskólanum á Ísafirði.

Verkefnið er fjármagnað af Fræðslusjóði framhaldsfræðslunnar.  SÍMEY útvegar matsaðila.

Verkefnastjóri er Sigurborg Þorkelsdóttir og hefur hún, ásamt Birni Hafberg náms og starfsráðgjafa, undirbúið fólkið fyrir matið.

Deila