Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimatið gengur vel

Hópurinn á Ísafirði ásamt matsaðilum og ráðgjöfum
Svokallað raunfærnimat í iðngreinum hófst hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða snemma árs 2009. Það hófst á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum og heldur áfram á sunnanverðum Vestfjörðum og í Reykhólasveit.

Raunfærnimatið er unnið í samvinnu við fræðslusetrið IÐUNA og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins. Auk þess er Menntaskólinn á Ísafirði náinn samstarfsaðili.

Síðast liðið ár fóru rúmlega 20 manns í gegnum þetta ferli og eru nú í námi til að ljúka sveinsprófi.
Á sunnanverðum Vestfjöðrum og Reykhólasveit eru nú 8 - 9 manns í raunfærnimats ferlinu.

Að hálfu Fræðslumiðstöðvarinnar hvílir matið einkum á Birni Hafberg náms- og starfsráðgjafa miðstöðvarinnar.

Raunfærnimat er tækifæri fyrir þá sem starfað hafa í tiltekinn tíma í iðngrein til að stytta hugsanlega umtalsvert leiðina að sveinsprófi. Eftir að raunfærnimati lýkur eru nemendur aðstoðaðir við að skipuleggja hvernig þeir geta lokið því sem eftir er að náminu og leitast Fræðslumiðstöðin við að fylgja nemendum eftir allt til prófloka.
Deila