Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Samskipti við fjölmiðla

Til stendur að vera með námskeið um samskipti við fjölmiðla og hvernig hægt er að koma sér á framfæri föstudaginn 7. og laugardaginn 8. maí ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Vaxtarsamning Vestfjarða og er gagnlegt öllum þeim sem þurfa að koma sér á framfæri í fjölmiðlum hvort sem það eru eigendur eða forsvarsmenn fyrirtækja eða stofnana, fólk í stjórnmálum, félagasamtökum eða aðrir.

Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallaratriði í samskiptum við blaðamenn og fjölmiðla. Meðal þess sem farið verður í er hvernig á að sannfæra fjölmiðla um að hugmynd eða ákveðið efni sé áhugavert umfjöllunarefni, hvernig er rétt að hegða sér í viðtölum og koma fram í sjónvarpi og hver eru algengustu mistökin í samskiptum við fjölmiðla.

Aðalkennari á námskeiðinu er Teitur Þorkelsson framkvæmdastjóri Framtíðarorku ehf. Hann er heimspekingur og blaðamaður að mennt, með meistarapróf í alþjóða öryggismálum og alþjóðalögum með áherslu á sviði endurnýjanlegrar orku. Teitur hefur starfað sem fréttamaður á Íslandi og sem talsmaður fyrir bæði breska sendiráðið á Íslandi og alþjóðlega vopnahléseftirlitið á Sri Lanka, auk þess að reka fjölmiðlaherferðir fyrir fyrirtæki og félagasamtök. Síðan 2006 hefur Teitur unnið að þekkingarmiðlun, ráðgjöf og innleiðingu nýjunga á sviði endurnýjanlegrar orku fyrir samgöngur, auk þess að stýra fjölmiðlaherferðum og þjónusta erlenda fjölmiðla á Íslandi.

Námskeiðið verður 7. og 8. maí kl. 10:00-16:00 báða daga. Verð er 32.000 kr.
Deila