Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Símenntunarkassinn

Lambi og forstöðumaður að átta sig á því hvernig kassinn á að snúa.
Lambi og forstöðumaður að átta sig á því hvernig kassinn á að snúa.
1 af 3

Símenntunarkassinn var settur upp í gær. Þrátt fyrir alla umræðuna um rafræn samskipti og markaðssetningu á netinu höfum við á Fræðslumiðstöð Vestfjarða trú á mætti einfaldra götuauglýsinga. Þess vegna var samið við Kaffi Ísól á Ísafirði um að fá afnot af auglýsingakassa veitingastaðarins á meðan tímabundið hlé verður á starfsemi hans. Kassinn var tekinn ofan og pússaður upp og skartar nú sínu fegursta utan á Kaffi Ísól að Austurvegi 1 á Ísafirði.

Deila