Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skapandi skrif 30. janúar

Fimmtudaginn 30. janúar er fyrirhugað að hefja námskeið í skapandi skrifum – námskeið um kúnstina að skrifa og finna sína eigin rödd í texta.

Á námskeiðinu munu Arnaldur Máni Finnsson og Eiríkur Örn Norðdahl leiða nemendur um krákustíga bókmennta og almennra skrifa, með sýnidæmum, æfingum og vettvangsferðum. Markmiðið er að nemendur á námskeiðinu öðlist færni í því að tjá sig í rituðu máli og fái víðtækan skilning á möguleikum skáldskaparins. Einnig er miðað að þjálfun í almennri textagerð, ritun hugleiðinga og annarra texta þar sem æskilegt er að „búa yfir eigin rödd“. Námskeiðinu lýkur á Bókmenntahátíð á Flateyri 20 mars.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á bókmenntum og ritlist, bæði byrjendum og lengra komnum.

Þess má geta að umsóknarfrestur fyrir meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands er 15. apríl og ljóðahátíð verður og haldin á Ísafirði í maí. Námskeiðið getur miðar að því að styðja nemendur til að vinna að verkum sínum fyrir þessa atburði.

Eiríkur er skáld og rithöfundur, handhafi bókmenntaverðlauna og bæjarlistamaður á Ísafirði. Arnaldur er guðfræðingur að mennt og hefur starfað við ritstjórn og blaðamennsku.

Námskeiðið er kennt í Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði en einnig boðið í fjarkennslu á Hólmavík, Patreksfirði og Bíldudal. Kennt er á fimmtudögum kl. 19:30-21:30, alls 9 skipti eða 27 kennslustundir. Verð fyrir námskeiðið er 39.200 kr. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

 

Deila