Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skráning hafin á námskeið vetrarins

Nú eru komnar inn á vef Fræðslumiðstöðvarinnar upplýsingar um þau námskeið sem ákveðin hafa verið í vetur og byrjað að taka við skráningum. Bæði er hægt að skrá sig beint á vefnum og eins er hægt að hafa samband í síma 456 5025. Úrvalið er fjölbreytt og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem fólk hefur áhuga á tómstundanámskeiðum, vill bæta tungumálakunnáttuna, afla sér réttinda á báta eða leggja stund á lengra nám.

Námskeiðin verða kynnt í Námsvísi sem kemur út snemma í september og verður dreift í öll hús á Vestfjörðum. Rétt er að taka fram að Námsvísirinn er ekki endanlegt yfirlit yfir námsframboð vetrarins því alltaf bætist eitthvað við sem ekki hefur náð þar inn. Þess vegna, og líka til þess að minna á okkur, eru reglulega send út dreifibréf þar sem kynnt er það sem er helst á döfinni næstu vikurnar.

Vestfirðingar hafa verið duglegir í gegnum árin að nýta sér þau námskeið sem Fræðslumiðstöðin hefur boðið upp á. Er það von okkar að sú verði einnig raunin í ár og framundan sé skemmtilegur vetur fullur af nýjum fróðleik.
Deila