Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skráning í Menntastoðir gengur vel

Skráning í Menntastoðir gengur vel og stefnir allt í að sú námsbraut fari af stað eins og áætlanir gera ráð fyrir. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að skráningar eru ekki bundnar við Ísafjörð og nágrenni heldur virðist vera þónokkur áhugi fyrir náminu í Vesturbyggð.

Áður en námið hefst verður haldinn kynningarfundur þar sem farið verður yfir fyrirkomulag námsins. Dagsetning kynningarinnar verður auglýst fljótlega.

Hér er hægt að sjá kynningarmyndband um námið. Menntastoðir
Deila