Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skrifstofuskólinn fer af stað 27. janúar

Skrifstofuskólinn veturinn 2010-2011.
Skrifstofuskólinn veturinn 2010-2011.

Skrifstofuskólinn hefur verið vinsæll hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, þrír hópar hafa farið í gegnum námið á Ísafirði, einn á Þingeyri og nú síðast útskrifaðist hópur á Hólmavík í desember 2013. Nú gefst aftur tækifæri til þess að taka þátt í þessu góða námi því mánudaginn 27. janúar n.k. fer nýr Skrifstofuskóli af stað. Að þessu sinni verður kennt á Ísafirði en fjarkennt til annarra staða á Vestfjörðum þar sem áhugi reynist.

Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám kennt samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Þeir námsþættir sem teknir eru enska, verslunarreikningur, bókhald, tölvu- og upplýsingaleikni, þjónusta, sjálfsstyrking og samskipti, námstækni og færnimappa.

Námið skiptist á tvær annir, fyrri önnin stendur frá 27. janúar til 14. maí og sú seinni hefst í byrjun september og lýkur í desember 2014. Kennt verður tvo daga í viku, mánudaga og miðvikudaga kl. 18:00-21:00. Í skrifstofuskólanum eru ekki tekin próf en til þess að ljúka námi þurfa nemendur að mæta í a.m.k. 80% kennslustunda, taka virkan þátt og skila heimaverkefnum.  

Það lítur út fyrir að þátttaka verði góð eins og alltaf. Þó er enn hægt að bæta við nokkrum nemendum og áhugsamir eru því hvattir til þess að skrá sig sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Þuríður Sigurðardóttir í síma 456 5025 en hún hefur umsjón með náminu hjá Fræðslumiðstöðinni.

Deila