Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skrifstofuskólinn fer vel af stað

Fyrr í þessum mánuði hófst skrifstofuskólinn, bæði á Ísafirði og Þingeyri og er þátttaka mjög góð.

Skrifstofuskólinn er 240 kennslustunda nám kennt eftir námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Á Ísafirði skiptist námið á tvær annir og lýkur því vorið 2011. Þar eru 17 konur sem næstu mánuði munu leggja stund á verslunarreikning, bókfærslu, tölvu- og upplýsingaleikni, þjónustu, ensku og margt fleira.

Á Þingeyri er náminu skipt á þrjár annir og mun því ljúka haustið 2011. Þar eru 15 þátttakendur skráðir til leiks.

Það er ánægjulegt að sjá hversu vel þessu nýja námi hefur verið tekið og sýnir kannski enn og aftur að full þörf er á fjölbreyttu námi fyrir fullorðið fólk.
Deila