Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanám hafið á Ströndum og Reykhólum

Um miðjan mars hófst kennsla smáskipanáms á Ströndum og Reykhólum en nokkuð er síðan Fræðslumiðstöðin hefur boðið upp á þetta nám á þessu svæði. Kennt er á helgarlotum, og voru fyrstu tvær loturnar á Hólmavík. Síðasta kennsluhelgin verður svo á Reykhólum eftir páska. Verið er að gera tilraunir með notkun fjarnámskerfisins Moodle til að miðla námsefni á milli kennsluhelganna.

Það er Guðbjörn Páll Sölvason sem hefur veg og vanda af smáskipanáminu. Þátttakendur eru níu og eftir að hafa lokið náminu öðlast þeir rétt til að fá útgefið skírteini sem skipstjóri/stýrimaður á skipum styttri en 12 metrar að skráningarlengd í strandsiglingum, eftir 12 mánaða siglingatíma, eða svokallað smáskipaskírteini.

Nemendur í smáskipanámi á Hólmavík.
Nemendur í smáskipanámi á Hólmavík.
Deila