Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanám hefst 19. janúar

Í mörg ár hefur eitt af fyrstu námskeiðum ársins hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða verið Smáskipanám. Í ár verður ekki brugðið út af vananum því fyrirhugað er að hefja Smáskipanámið þriðjudaginn 19. janúar.

Smáskipanámið hefur alltaf notið nokkurra vinsælda enda hagnýtt nám sem getur gefið atvinnuréttindi. Smáskipanámið kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans. 

Námið samanstendur af nokkrum námsþáttum og þarf að ljúka þremur þeirra með skriflegu prófi.

Námið hefst 19. janúar 2016 og lýkur í apríl. Kennt verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:15-22:15 og einhverja laugardaga kl. 9:00-12:00.

Kennar er Guðbjörn Páll Sölvason, umsjónarmaður sjódeildar hjá Fræðslumiðstöðinni og margreyndur á þessu sviði.

Þátttökugjald er 139.900 kr. Vakin er athygli á því að oft er hægt að sækja um styrk í endurmenntunarsjóði stéttarfélaga til endurgreiðslu á hluta námskeiðsgjalds.

Nánari upplýsingar og skráning er hér á vefnum eða í síma 456 5025.

Þess má að lokum geta að nú þegar eru tveir hópar í Smáskipanámi hjá Fræðslumiðstöðinni, annars vegar á Hólmavík og hins vegar nemendur í 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði. Þá er fyrirhugað er að bjóða upp á Smáskipanám á Bíldudal síðar í vetur.

Deila