Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sóley Guðmundsdóttir lætur af stjórnarsetu

Á stjórnarfundi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða nú í dag greindi Sóley Guðmundsdóttir frá því að hún myndi nú hverfa úr stjórn miðstöðvarinnar þar sem hún lætur af störfum sem forstöðumaður Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum um næstu áramót þegar málefni fatlaðra flytjast yfir til sveitarfélaganna og Svæðisskrifstofan verður lögð niður.
Við sæti Sóleyjar í stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar tekur Þorleifur Eiríksson forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða.

Stjórnin þakkaði Sóleyju samstarfið og lýsti jafnframt yfir áhuga sínum á að fulltrúi málefna fatlaðra verði áfram aðili að Fræðslumiðstöð Vestfjarða þótt Svæðisskrifstofu verði lögð niður.

Starfsfólk Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða tekur undir þakkir stjórnar til Sóleyjar og vill jafnframt nota tækifærið og þakka starfsfólki og skjólstæðingum Svæðisskrifstofan málefna fatlaðra á Vestfjörðum fyrir einkar gott og ánægjulegt samstarf á liðnum árum.

Á morgun, fimmtudaginn 16. desember, verður einmitt útskrift hjá Fræðslumiðstöðinni, þar sem árangri haustannar verður fagnað með heitu súkkulaði og söng , jafnframt því sem afurðir annarinnar verða sýndar.
image
Deila