Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sorpi breytti í jarðveg

Margir flokka lífrænan úrgang frá öðru sorpi og breyta honum í jarðveg en það eru örugglega fleiri sem ekki hafa enn tileinkað sér þennan þátt sorpflokkunar en vildu gjarnan. Nú er tækifærið til þess að komast af stað því Fræðslumiðstöðin býður upp á námskeið í jarðvegsgerð/safnhaugagerð laugardaginn 19. maí n.k.

Á námskeiðinu verður fjallað um undirstöðuatriði jarðgerðar/safnhaugagerðar. Fjallað verður um hvaða hráefni er hægt að nýta til jarðgerðar og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir meðhöndlun og umhirðu safnhaugsins með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Hringrásaferli næringarefna og orku verða skoðuð. Lokaafurð jarðgerðar er kjörin áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða til skógræktar.

Kennari er Gunnþór K. Guðfinnsson umhverfisstjóri í Ölfusi en hann hefur m.a. kennt fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og görðum. Það stendur frá kl. 10:30 til 16:30. Þátttökugjald eru 12.000 kr.

Moltugerð
Deila