Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Spænskunámskeiðum lauk með viðhöfn.

Miðvikudaginn 11. júní lauk þremur námskeiðum í spænsku, tveim námskeiðum fyrir byrjendur og einu fyrir þá sem lengra voru komnir. Námskeiðunum lauk með tilheyrandi viðhöfn og afhendingu skírteina. Kennari á námskeiðunum var Jorge Campos Fernández. Hann býr í El Salvador og notaði tækifærið í sinni stuttu dvöl hér á landi að kenna okkur spænsku og kynna land sitt og þjóð.

Námskeiðin voru í boði Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz. Með því vildu þau sýna þakklæti sitt fyrir það hversu vel samfélagið hér fyrir vestan hefur reynst þeim frá því þau fluttu frá El Salvador fyrir nokkrum árum. Það er okkur hjá Fræðslumiðstöðinni mikil ánægja að fá að taka þátt í svona flottu verkefni og eigum við þeim mikið að þakka.

Tæplega 20 manns sátu námskeiðin sem þóttu takast mjög vel og voru það ánægðir nemendur sem tóku við viðurkenningum fyrir þátttöku sína í þeim.

Deila