Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Spennandi námskeið í boði næsta vetur!

Undirbúningur fyrir námskeiðahald næsta vetrar er í fullum gangi hjá Fræðslumiðstöðinni. Í boði verður fjöldi námskeiða bæði ný námskeið og námskeið sem Fræðslumiðstöðin býður ávalt upp á.
Fyrir þá sem vilja styrkja sig á vinnumarkaðinum verða námskeið eins og Stefnumótun og Verkefnastjórnun, námskeið um styrkmöguleika og umsóknir um þá, samskipti á vinnustöðum, bókhaldsnámskeið og margt fleira.
Í tungumálanámskeiðum verður enska, spænska og þýska ásamt pólsku. Tölvunámskeiðin verða á sínum stað og nýtt og breytt tölvunámskeið fyrir eldri borgara.
Stjörnuskoðun, menningarlæsi, svæðisþekking á ýmsum stöðum, veðurfar á Vestfjörðum, lopapeysur, ljósmyndir, útskurður, saltfiskur og margt margt fleira.
Námsvísir vetrarins kemur væntanlega út seinnihluta ágústmánaðar og þá með nýju og breyttu sniði.
Deila