Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Starfsemin að fara í gang á nýju ári

Dagskrá vorannar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða er smám saman að taka á sig mynd. Búið er að dagsetja töluvert af námskeiðum en fleiri eiga eftir að bætast við á næstu dögum og vikum.

Fyrstu námskeið ársins 2010 fara af stað strax í byrjun næstu viku þegar íslenskunámskeið hefjast á Suðureyri og Ísafirði og dansnámskeið í samvinnu við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra byrjar á Ísafirði. Námskeið um stefnumótun verður haldið upp úr 20. janúar og enskunámskeið, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, eru fyrirhuguð undir lok mánaðar.

Af því sem er á döfinni í febrúar og mars má meðal annars nefna tölvunámskeið fyrir lesblinda, pólsku fyrir byrjendur, framhald af AutoCad, byrjendanámskeið í ítölsku, námskeið um virðisaukaskattskil, samtals- og viðtalstækni og þjónustustjórnun.
Deila