Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sturlunga í túlkun Einars Kárasonar

Leiðin inn í Sturlungu er torsóttari og villugjarnari en inn í flestar okkar helstu fornsögur. En þeim sem þangað komast opnast stórbrotinn og óviðjafnanlegur heimur með mögnuðum sögupersónum og dramatískum atburðum.

Endurmenntun HÍ býður upp á námskeið í gegnum fjarfundabúnað þar sem Einar Kárason rithöfundur fjallar um helstu viðburði og leikendur á sviði 13. aldar, með aðaláherslu á Örlygsstaðabardaga og langan aðdraganda hans, Flóabardaga og að lokum Flugumýrarabrennu. Gott tækifæri gefst til umræðna og leiðbeint verður inn um bakdyr sem opnast að veröld þessarar mögnuðu bókar.

Námskeiðið er kennt þrjú miðvikudagskvöld kl. 20:15-22:15 og hefst 11. nóvember. Mikilvægt er að áhugasamir skrái sig sem fyrst.
Deila