Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Stutt námskeið fyrir erlenda gesti

Fyrstu námskeið nýs skólaárs eru farin af stað, en það eru stutt námskeið sem kennd eru á ensku og hugsuð fyrir erlenda gesti á svæðinu.

Fyrsta námskeiðið var haldið fimmtudaginn 5. ágúst en þar fjallaði Böðvar Þórisson líffræðingur á Náttúrustofu Vestfjarða um fugla á Vestfjörðum. Fimmtudaginn 12 ætlar Ragnar Edvardsson minjavörður Vestfjarða að segja frá fornleifum á Vestfjörðum. Mánudaginn 16. ágúst mun svo Sigríður Magnúsdóttir kenna ullarþæfingu.

Námskeiðin eru öllum opin en mikilvægt er að skrá sig með því að hafa samband við miðstöðina í síma 456 5025 eða með tölvupósti {encode="frmst@frmst.is" title="frmst@frmst.is"}.

Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að með þessu geti gestir fengið örlítið betri innsýn inn í náttúru, sögu og handverk á Vestfjörðum.
Deila