Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þingeyringar byrjaðir á vetrarstarfinu

image

Þriðja og síðasta lota Skrifstofuskólans á Þingeyri hófst í gær, mánudaginn 12. september. Skrifstofuskólinn er ein af námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og er 240 kennslustundir.

Í hópnum á Þingeyri eru um 10 manns. Í þessari lotu eru helstu námsþættirnir enska og verslunarreikningur og bókhald. Þeir sem hafa grunn í þessum greinum og vilja rifja upp eða bæta við sig geta komið inn í hópinn.

Þá hefur verið óskað eftir grunnnámskeiði í ensku á Þingeyri og er nú verið að kanna möguleika á því. Eru Dýrfirðingar hvattir til að fylla eitt enskunámskeið þannig að af því geti orðið. Alla þá sem langar að bæta enskukunnáttuna eru því beðnir um að hafa samband við Fræðslumiðstöðina.
Deila