Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri – Mataræði og hreyfing

Salome Elín Ingólfsdóttir
Salome Elín Ingólfsdóttir
1 af 2

Fimmtudagskvöldið 13. október, kl. 17 – 19 verður 8. erindið í fyrirlestraröðinni um Þriðja skeiðið – réttindi og tækifæri.

Í erindinu munu þær Salome Elín Ingólfsdóttir næringarfræðingur og Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sjúkraþjálfari fjalla um mikilvægi þess að leggja inn fyrir góðri heilsu og að geta nýtt sér þann sjóð til að bæta lífi við árin. Mataræði og hreyfing eru tengdir þættir þegar kemur að heilsunni og inniheldur erindið hugmyndir af skrefum í átt að heilbrigði og til viðhalds góðrar heilsu út lífið.

Fyrirlestraröðinni Þriðja skeiðið - réttindi og tækifæri er ætlað að kynna fólki sitthvað sem gott er að huga að fyrir framtíðina þegar komið er á miðjan aldur. Hún er því einkum ætluð fólki sem komið er á miðjan aldur, en allir eru velkomnir.

Erindin verða hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði, en verði þátttakendur á Hólmavík eða Patreksfirði verður notaður fjarfundabúnaður til að tengja fólk saman.

Tími: Fimmtudagurinn 13. október kl. 17-19.

Verð: 1.000 kr. á mann.

Deila