Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tónlist frá ýmsum hliðum - lokakvöld

15.11.2012

Kvöldstundin í gærkvöldi um Tónlist frá ýmsum hliðum, var hin notalegasta. Hjörleifur Valsson fjallaði þá um fiðluna og fleiri strokhljóðfæri. Hann kynnti þróun hljóðfæranna, helstu strauma og stefnur í fiðlutónlist og þekktustu tónskáld og flytjendur í gegn um tíðina. Þá lék hann ýmiss tóndæmi og útskýrði þau. Að lokum lék hann nokkur létt lög úr ýmsum áttum og svaraði spurningum viðstaddra.

Námskeiðið var í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins á Ísafirði. Var það þriðja námskeiðið í þessum flokki á þessu hausti. Veturinn 2011 ? 2012 voru haldin 5 námskeið undir þessum flokki.

Að námskeiðunum stóðu Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar. Menningarráð Vestfjarða styrkti framtakið.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á námskeiðinu í gærkvöldi af Ingibjörgu Snorradóttur Hagalín.
image
image
image
Deila