Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tónlist frá ýmsum hliðum - óperurnar

Júlís Karl Einarsson bariton söngvari kynnir undraveröld Óperunnar í Edinborgarhúsinu kl. 20 - 22 fimmtudagskvöldið 10. nóvember n.k.
Er þetta önnur kynningin í tónlistarröðinni Tónlist frá ymsum hliðum, sem Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir.
Í kynningu sinni mun Júlíus Karl fara yfir það hvernig óperan varð til sem listform og hvernig hún hefur dafnað og þróast í gegnum aldirnar. Mismunandi leiðir verða kynntar til að nálgast óperur og hafa gaman af þeim. Þá verður stutt kynning á raddtegundum söngvara og hljómsveitaskipan með mynd- og tóndæmum.

Fyrsta kynningin í þessari námskeiðaröð var á sönglögunum okkar þann 13. október s.l. með þeim Guðrúnu Jónsdóttur söngkonu og Margréti Gunnarsdóttur píanóleikara.

Tónlistarröðin Tónlist frá ymsum hliðum, er röð stuttra alþýðlegra námskeiða um tónlist. Námskeiðin eru óháð hvert öðru og koma að tónlistinni frá ýmsum hliðum.
Markmið með þessari námskeiðaröð er að fólk geti notið og fræðst um tónlist í afslöppuðu umhverfi við kaffi og kertaljós.

Þátttökugjald er 2.500 kr á mann, en 1.500 kr fyrir námsfólk og eldri borgara.
Ekki er nauðsynlegt að fólk skrái sig fyrirfram.

Júlíus Karl hefur verið áhugamaður um óperur frá barnsaldri.
Hann lærði söng við Söngskólann í Reykjavík og lauk framhaldsprófi frá Tónlistarháskólanum í Vínarborg árið 2011.
Hann er í stjórn Vinafélags Íslensku óperunnar.
Sambýliskona Júlíusar Karls er Elín Smáradóttir frá Ísafirði.
image
Deila