Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Torf- og grjóthleðsla

image
Um mánaðamótin ágúst/september stendur Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir námskeiði um torf- og grjóthleðslur í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Námskeiðið verður haldið í Breiðavík í Vesturbyggð. Fyrir um ári síðan var haldið samskonar námskeið og tókst það mjög vel eins og lesa má hér

Námskeiðið er ætlað öllum þeim er vilja læra hvernig hægt er að byggja úr torfi og grjóti, hvort sem um ræðir veggi, kartöflukofa eða önnur smærri mannvirki. Þátttakendur fá innsýn inn í íslenska byggingararfleið og kynnast verklagi við byggingu úr hefðbundnu íslensku efni. Fjallað verður um íslenska torfbæinn, uppbyggingu hans, efnisval og framkvæmd. Einnig verður fjallað um hleðslu frístandandi veggja og stoðveggja úr torfi og grjóti. Lögð áhersla á verklega kennslu. Endurhlaðin verður veggur ofl. á námskeiðinu.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Drangamaðurinn Guðjón Kristinsson torf- og grjóthleðslumeistari, skrúðgarðyrkjumaður og stundakennari við LbhÍ.

Námskeiðið hefst föstudaginn 31. ágúst, kl. 9:00 og verður kennt til kl.17:00. Laugardaginn 1. september verður haldið áfram og kennt 9:00-16:00.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 10. Verð fyrir námskeiðið er 32.000 kr. og eru fæði og gögn innifalin auk gistingar fyrir þá sem þurfa.

Athugið að skráning er hjá Landbúnaðarháskólanum á netfangið {encode="endurmenntun@lbhi.is" title="endurmenntun@lbhi.is"} (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða í síma: 433 5000.
Deila