Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tvö námskeið um kennslu fullorðinna

Fræðslumiðstöðin stendur fyrir tveimur námskeiðum fyrir þá sem koma að fullorðinsfræðslu.

Mánudaginn 17. ágúst kl 11:00-16:00 mun Sigrún Jóhannesdóttir vera með námskeið sem kallast Stiklur 5 - Fjölbreyttar aðferðir í fullorðinsfræðslu. Þar munu þátttakendur prófa, skoða og skilgreina ýmsar hugmyndir um árangursríkar náms- og kennsluaðferðir í fullorðinsfræðslu, hefðbundnar jafnt sem óhefðbundnar, og hvernig þær henta mismunandi námsmarkmiðum og aðstæðum á vettvangi. Miðað er við að þátttakendur útbúi eigin möppu með aðferðum sem þeir hugsa sér að nýta í eigin kennslu.

Þriðjudaginn 18. ágúst kl 11:00-16:00 mun Ásmundur Hilmarsson fjalla um kennslu í bóklegum greinum eftir námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA). Þar verður m.a. fjallað um hugmyndafræði og aðferðafræði náms samkvæmt námsskrám FA, og sérstaklega litið til námsskrárinnar Nám og þjáflun í almennum bóklegum greinum sem dæmi.

Hvort námskeið um sig kostar 3.000 kr. en 5.000 ef bæði námskeiðin eru tekin.

Þátttakendafjöldi er takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.
Deila