Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Ullarþæfing slær í gegn

Undanfarna þrjá daga hafa níu konur tekið þátt í námskeiði í ullarþæfingu og komust færri að en vildu. Kennari var hagleikskonan Sigríður Magnúsdóttir. Á námskeiðinu voru kennd undirstöðuatriði í blautþæfingu, meðferð ullar og þæfing á efni. Afraksturinn voru glæsilegar myndir, töskur, treflar, dúkar og sjöl.

Fyrirhugað er að hafa annað þæfingarnámskeið á vormánuðum.

image
Einbeittar konur að búa til sjöl.
Deila