Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Unnið með pappamassa - fyrsta tómstundanámskeið haustsins

Fyrsta tómstundanámskeið haustsins verður pappamassanámskeið helgina 13.-15. september. Það er haldið í samvinnu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Kennari á námskeiðinu er ísfirska listakonan Sara Vilbergsdóttir. Hér er um að ræða nýtt og spennandi námskeið sem ætti að höfða til þeirra sem hafa gaman af að vinna að listsköpun.

Á námskeiðinu verður kynnt grunntækni og efnanotkun við pappamassavinnu. Byrjað verður á að móta með höndunum einföld form úr dagblöðum og silkipappír. Formin síðan skeytt saman og pappamössuð með veggfóðurs og bókbandslími. Einnig verður mótað með hænsnaneti og útskornum pappakössum. Sýnt hvernig hægt er að búa til manneskjur, dýr, myndaramma, klukkur, húsgögn og ílát svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðið verður kennt í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Hér má sjá myndir frá námskeiði sem Sara hefur haldið annars staðar.

image

image

image
Deila