Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Uppskeran kemur í ljós

23. desember 2011
Eins og í öðrum menntastofnunum er desember uppskerumánuður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Þá líkur mörgum þeim námskeiðum sem staðið hafa yfir um haustið og hlé verður á öðrum. Í desember fer einnig að verða ljóst hvernig árið ætlar að koma út bæði í nemendastundum og krónum og aurum.

Nú er orðið ljóst að árið 2011 ætlar að verða umsvifamesta ár hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða frá upphafi. Munar þar mikið um starfsemina á Flateyri, sem hefur verið einkar öflug; þökk sé fólkinu á þeim stað. Vegna þessa öfluga starfs og góðu aðstöðu hélt stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar sinn síðasta fund á árinu í starfstöð miðstöðvarinnar að Eyrarvegi 8 á Flateyri, þriðjudaginn 20. desember s.l.

Nú í desember hefur hver hópurinn á fætur öðrum verið að útskrifast. Þar má nefna vottuðu námsleiðirnar Grunnnám fyrir fiskvinnslufólk, Grunnmenntaskólann, Almennar bóklegar greinar og Sterkari starfsmaður. Myndir frá þessum útskriftum eru hér að neðan.
image
image
image
Deila