Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift og lok haustannar

Nú þegar styttist til jólanna er haustönninni að ljúka á menntastofnunum landsins.
Hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða hafa hópar verið að ljúka námi og einstaklingar að taka við viðurkenningum fyrir puðið.

Í dag 16. desember var síðasti hópurinn útskrifaður fyrir þessi jól. Þetta var fólk sem hefur lokið á milli 50 og 60 kennslustundum í nokkrum greinum, einkum þeim sem flokkast undir sköpun, svo sem tónlist og hannyrðir. Samstarfsaðilar Fræðslumiðstöðvarinnar í þessu voru Svæðisskrifstofan og fræðslusetrið Fjölmennt.

Í tilefni útskriftarinnar var slegið upp veislu og borið fram heitt súkkulaði og bakkelsi. Þá voru jólalögin sungin og leikin undir öruggri stjórn kennarans Guðrúnar Jónsdóttur söngkonu og meðreiðarsveina hennar, þeirra hafnarkarlanna Guðmundar Mugga Kristjánssonar og Hjalta Einars Þórarinssonar.

Meðfylgjandi myndir eru frá athöfninni.

image
image
image
Deila