Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift úr Landnemanum

Hluti nemendahópsins ásamt kennurum
Hluti nemendahópsins ásamt kennurum
1 af 2

Í sumar hefur hópur fólks frá Úkraínu sótt nám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem kallast Landneminn. Um er að ræða 40 klukkustunda námskeið í samfélagsfræðum sem ætlað er fullorðnum innflytjendum og flóttafólki á Íslandi. Á námskeiðinu kynntust þátttakendur sögulegum, félagslegum, efnahagslegum, menningarlegum, lagalegum og pólitískum aðstæðum á Íslandi ásamt því að fræðast um eigin réttindi, tækifæri og skyldur í íslensku samfélagi.

Námskeiðið var haldið í samvinnu við Vinnumálastofnun. Kennari var Nina Ivanova og henni til aðstoðar var Barbara Maria Gunnlaugsson verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöðinni. Einnig komu gestafyrirlesarar frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum til að kynna starfsemi sína.

Námskeiðinu lauk 4. ágúst. Í tilefni þess gerðu nemendur og kennarar sér dagamun og gæddu sér á bakkelsi að íslenskum og úkraínskum sið.

Fræðslumiðstöðin þakkar þessu góða fólki fyrir samveruna í sumar og óskar því velfarnaðar í framtíðinni.

Deila