Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift úr námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Hluti af hópnum sem tók þátt í námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum ásamt starfsmönnum Fræðslumiðstöðvarinnar.
Hluti af hópnum sem tók þátt í námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum ásamt starfsmönnum Fræðslumiðstöðvarinnar.

Föstudaginn 28. febrúar s.l. var úrskrift úr námi og þjálfun í almennum bóklegum greinum hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Fimm nemendur luku allri námsskránni, einn mun ljúka seinna í vor og nokkrir til viðbótar kláruðu ákveðna námsþætti.

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum er 300 kennslustunda nám sem kennt er samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Námið er ætlað fullorðnu fólk sem  eru starfandi á vinnumarkaði og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi til brautskráningar úr framhaldsskóla. Eins og heitið gefur til kynna er megin áhersla á almennar bóklegar greinar; íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði auk þess sem námstækni, sjálfsstyrking, samskipti og tölvunotkun voru tekin fyrir. Aðal kennarar námsins voru Heiðrún Tryggvadóttir, Katrín Gunnarsdóttir og Björgvin Bjarnason en aðrir hafa einnig komið að kennslu.

Það getur verið mikið átak að hefja nám eftir langt hlé og eins að samræma nám, vinnu og fjölskyldulíf.  Fræðslumiðstöðin er stolt af því fólki sem lætur ekkert stoppa sig í að bæta við þekkingu sína og færni og styrkja þannig stöðu sína. Miðstöðin óskar nemendunum til hamingju með að hafa lokið þessum áfanga og vonar að þetta verði þeim hvatning til frekara náms af einhverju tagi.

Deila