Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskrift úr starfsnámi stuðningsfulltrúa

Föstudaginn 8. október s.l. útskrifuðust fimm konur á Ísafirði úr starfsnámi stuðningsfulltrúar. Námið eru 80 kennslustundir og framhald af 160 kennslustunda grunnnámi sem kennt var síðasta vor.

Markmiðið með náminu er að auka þekkingu og færni þeirra starfsmanna sem starfa í þjónustu við fatlað fólk á Íslandi. Með því er stuðlað að auknum lífsgæðum fatlaðra á sviði líkamlegrar, efnislegrar, félagslegrar og tilfinningalegrar vellíðunar, sem leitt getur af sér virkari þátttöku þeirra í samfélaginu. Með þetta markmið að leiðarljósi er boðið upp á nám sem inniheldur fjölbreytta kennslu og þjálfun á sviði félags-, sálar- og uppeldismála.

Námið var á vegum fræðslusetursins Starfsmenntar sem sér um endur- og símenntun fyrir starfsmenn ríkisins. Það var kennt í gegnum fjarfundabúnað og sá Framvegis, símenntunarmiðstöð í Reykjavík, um framkvæmd þess. Fræðslumiðstöð Vestfjarða sá hins vegar um aðstöðu og þjónustu við nemendurna og er þetta dæmi um gott samstarf á milli aðila í símenntun.

Fræðslumiðstöðin óskar þessum fimm konum innilega til hamingju með áfangann.

image
Útskriftarhópurinn ásamt ungri dömu sem fékk að fylgja með í tímana og var til fyrirmyndar í alla staði.


image
Að útskrift lokinni var boðið upp á kaffi og kökur til að halda upp á áfangann.
Deila