Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Útskriftir

Föstudaginn 6. maí s.l. voru 4 hópar útskrifaðir hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Í tilefni útskriftarinnar var slegið upp grillveislu, þar sem grillmeistarar gerðu gómsæta rétti úr hinum ýmsu fiskum sjávarins. Allt var sjávarfangið af flokki beinfiska (Osteichthyes) og flest af ættbálki þorskfiska (Gadiformes). Um grillunina sáu nemendur í meistaragreinum og var Júlíus Ólafsson yfirgrillari. Þeim til aðstoðar með grilluna eins og flest annað var Björn Hafbergs náms- og starfsráðgjafi með meiru.

Alls útskrifuðust 44 nemendur í þessum 4 hópum.

Einn hópurinn sem útskrifaðist var í meistaragreinum, en Fræðslumiðstöðin hefur í vetur kennt þá áfanga sem sameiginlegir eru öllu meistaranámi iðnaðarmanna. Er sú kennsla í samvinnu við Meistaraskóla Tækniskólans.

Annar útskriftarhópurinn var í skrifstofunámi, sem kennt var samkvæmt námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Þá útskrifuðust 2 hópar úr skipstjórnarnámi. Annar hópurinn úr smáskipanámi, sem veitir rétt til að fá útgefið skírteini til að stjórna fiskiskipti allt að 12 m að lengd að uppfylltu læknisvottorði og siglingatíma. Hinn hópurinn útskrifaðist með skemmtibátapróf, sem veitir rétt á að fá skírteini til að stjórna skemmtibátum allt að 24 m að lengd. Er það próf bæði bóklegt og verklegt og í fyrsta skipti, sem boðið er uppá slíkt próf og undanfarandi nám á Ísafirði. Var skipstjórnarnámið rekið í samvinnu við Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Má geta þess að nú hefur maður hér á svæðinu fengið prófdómararéttindi fyrir skemmtibátapróf. Þetta er Guðbjörn Páll Sölvason skipstjóri. Er það í fyrsta sinn sem við höfum mann með þessi réttindi hér á svæðinu, síðan núverandi skipan komst á um skipstjórnarfræðsluna og próf henni tengd.
Auk þess að taka menn í skemmtibátapróf sér Guðbjörn Páll um kennslu og próf frístundafiskimanna (erlendra ferðamanna sem koma hingað til að fiska á vegum bátaleiga).

Hér eru nokkrar myndir frá athöfninni.

image
image
image
image
image
image
image
image
image
Deila