Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Varmadælur - lausnir fyrir köld svæði

27. septmeber 2012
Námskeið um varmadælur verður haldið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði, föstudaginn 5. október 2012 og stendur frá kl. 13 til 18.

Námskeið frá IÐUNNI ? fræðslusetri, sem sér um alla kennslu.

Varmadælur geta sparað verulegan kostnað við kyndingu húsa á köldum svæðum. Kennarar verða m.a. Sigurður Friðleifsson frá Orkusetrinu á Akureyri.
Námskeiðið kostar kr. 15 þúsund á þátttakenda, en kr. 3 þúsund fyrir fólk innan IÐUNNAR.

Athugið að vegna mistaka var þátttökugjald auglýst kr. 11 þúsund í blöðungi frá Fræðslumiðstöðinni, sem dreift var í hús í síðustu viku.

Á þessu námskeiði er í boði að afla sér þekkingar á varmadælum og notkun þeirra í byggingum. Farið í uppbyggingu og gerðir varmadæla, tengingar, stillingar og lokafrágang.


Sjá nánar og skrá sig hér.image
image
Deila