Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vel heppnað námskeið

Að þessu sinni var fyrsta námskeið vetrarins pappamassanámskeið haldið í samstarfi Fræðslumiðstöðvarinnar og Listaskóla Rögnvaldar helgina 13.-16. september. Kennari á námskeiðinu var listakonan og Ísfirðingurinn Sara Vilbergsdóttir og leiðbeindi hún þátttakendum um hvernig hægt er að vinna hinar ýmsu fígúrur úr pappamassa.

Sköpunargleðin var mikil eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fræðslumiðstöðin vonar að þetta vel heppnaða námskeið gefi tóninn að því sem koma skal í vetur.

image
image
image
image
image
Deila