Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vel heppnuðu málmsuðunámskeiði lokið

Dagana 10.-12. nóvember var haldið vel heppnað námskeið í málmsuðu hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði. Námskeiðið fór fram í verknámshúsi Menntaskólans á Ísafirði og er dæmi um þá góðu samvinnu sem er á milli Fræðslumiðstöðvarinnar og MÍ.

Þátttaka á námskeiðnu var góð, sex karlar og ein kona, en ekki er gott að hafa mikið fleiri á svona verklegu námskeiði ef kennarinn á að ná að sinna öllum eins vel og lagt er upp með.

Kennari á námskeiðnu var Tryggvi Sigtryggsson, framahaldsskólakennari. Hann er áratuga reynslu af kennslu í málmiðnaði og því mikill þekkingarbrunnur. Á námskeiðinu leiðbeindi hann um vinnustellingar við málmsuðu og kynnti helstu suðutegundir.

Þátttakendur voru á einu máli um að námskeiðið hefði tekist mjög vel og nú er í skoðun hvort eigi að bjóða upp á framhaldsnámskeið á vorönn.

Deila