Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vélgæsla

Fyrirhugað er að fara af stað með námskeið í vélgæslu á Ísafirði nú í lok nóvember. Námskeiðið er haldið af Guðmundi Einarssyni kennara við Menntaskólann á Ísafirði í samvinnu við Fræðslumiðstöðina.

Námskeiðið veitir réttindi á 750 kW vélar í fiskibátum allt að 12 metrum, en 24 metrum ef það er skemmtibátur. Alls er námskeiðið 85 kennslustundir og fer kennsla fram utan hefðbundins vinnutíma, um helgar. Kennt er í verkmenntahúsi Menntaskólans.

Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Guðmundi í síma 896 3697. Einnig er hægt að skrá sig á vef Fræðslumiðstöðvarinnar með því að smella hér.
Deila